Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. nóvember 2001 Dómsmálaráðuneytið

Norrænt málþing gegn brotum varðandi kynþáttafordóma og útlendingahatur

Norrænt málþing gegn brotum varðandi kynþáttafordóma og útlendingahatur

Fréttatilkynning

Nr. 41/ 2001


Hvernig gengur norrænn samvinna milli lögreglu, ákæruvalds og dómstóla þegar um er að ræða brot varðandi kynþáttafordóma, útlendingahatur og nazisma? Og hvernig er unnt að bæta hana? Þetta er efni málþings sem haldið verður á Hótel Loftleiðum í Reykjavík dagana 29.-30. nóvember n.k. og hefst kl. 8.30.

- Brot varðandi kynþáttafordóma og nasisma fela oft í sér alvarlega brotastarfsemi sem er án landamæra. Þau beinast ekki aðeins að einstökum mönnum, heldur jafnframt að grundvallargildum í lýðræði okkar, segir formaður sérfræðinefndarinnar Peter Hertting, yfirsaksóknari í Svíþjóð.
- Við fjöllum um vinnuaðferðir, lögfræðileg álitaefni og annað hagnýtt samstarf milli landanna. Niðurstöður okkar skipta einnig máli varðandi annars konar brotastarfsemi, svo sem hryðjuverk, barnaklám og verslun með konur, bætir Peter Hertting við.

Málþingið er skipulagt af sérfræðinganefnd sem skipuð er lögreglumönnum er starfa að öryggismálum svo og saksóknurum á Norðurlöndum. Í málþinginu taka þátt fulltrúar frá dómsmálaráðuneytunum á öllum Norðurlöndum, æðstu stjórn lögreglu og ríkissaksóknurum, og ennfremur frá lögregludeildum er starfa við öryggismál og almennri lögreglu, bæði staðbundinni og svæðisbundinni. Norrænir dómsmálaráðherrar tóku ákvörðun um að setja sérfræðinganefndina á stofn, og hún hefur starfað óslitið síðan veturinn 2001.

Á málþinginu verður m.a. fjallað um eftirfarandi málefni:
- dreifingu áróðurs á Netinu,
- lagasetningu í einstökum löndum, setningu reglna og aðrar hefðir, sem geta haft þýðingu í norrænu samstarfi,
- samvinnu í framtíðinni til að vinna gegn brotastarfsemi er tengist kynþáttafordómum, útlendingahatri svo og norræna réttaraðstoð á sviði refsiréttar.

Nefndinni hefur einnig verið fengið það verkefni að semja skýrslu, en í henni mun nefndin leggja fram tillögur um hvernig unnt sé að efla samstarfið.

Nánari upplýsingar gefa:
Peter Hertting, yfirsaksóknari, s: +45 90 15 23 49
Ragnheiður Harðardóttir, saksóknari, s: 530 1600, gsm: 860 2954
Johan Alling, hjá norrænu ráðherranefndinni, s: +45 33 96 03 89, [email protected]


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
28. nóvember 2001.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira