Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. desember 2001 Innviðaráðuneytið

Heimild stjórnar Íbúðalánasjóðs til að afskrifa hluta af skuldum sveitarfélags

Hinn 14. desember sl. samþykkti Alþingi lög um breytingu á 47. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, sem lýtur að heimild stjórnar Íbúðalánasjóðs í ákveðnum tilvikum til að afskrifa hluta af skuldum sveitarfélags við sjóðinn. Gert er ráð fyrir að stjórn Íbúðalánasjóðs verði heimilt, að fengnum tillögum eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og með samþykki félagsmálaráðherra, að semja við sveitarfélag um afskrift á hluta af skuldum þess við sjóðinn gegn greiðslu á eftirstöðvum vanskila og hluta skulda. Skilyrði er að fjármál viðkomandi sveitarfélags séu til meðferðar hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, sbr. 74. og 75. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998. Ekki er nauðsynlegt að sveitarfélagið hafi tilkynnt um fjárþröng. Nægjanlegt er að eftirlitsnefndin hafi tekið mál sveitarfélagsins til meðferðar að eigin frumkvæði. Enn fremur þarf afskriftin að vera liður í almennum aðgerðum kröfuhafa og eftirlitsnefndar til endurskipulagningu á fjármálum sveitarfélagsins og ljóst að hagsmunum Íbúðalánasjóðs verði betur borgið með slíkum samningi.


Þessi tenging er ekki vistuð á heimasíðu félagsmálaráðuneytisinsFrumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998
Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira