Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. október 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Karlmennska á Norðurlöndum

Félagsmálaráðuneytið vekur athygli á eftirfarandi frétt sem birt er í rafrænu fréttabréfi Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Fréttin er eftirfarandi:

Ráðherrar jafnréttismála Norðurlanda ætla að koma af stað rannsókn á hlutverki karlmanna á Norðurlöndum. Fimm rannsóknarefni hafa verið valin og fræðimenn eiga nú að hefjast handa við að kanna hvað er líkt og ólíkt með karlmönnum á Norðurlöndum. Rannsóknarefnin eru: Karlmenn og karlmennska í fjölskyldunni, atvinnulíf og efnahagur, föðurhlutverkið og náin sambönd, þroski og hvernig karlmennskan mótast í barnæsku og loks andstaða karla við jafnrétti.

Samþykkt ráðherranna þýðir að sett verður af stað sérstök rannsóknaráætlun um norræna karlmenn. Meðal annars á að beina sjónum að óvirkri andstöðu karla gegn jafnrétti og lífi og reynslu karlmanna. Það er mikilvægt að öðlast aukna vitneskju um þau mismunandi hlutverk sem karlmenn fá eða velja í lífinu meðal annars vegna þess að slysa- og afbrotatíðni er hærri hjá körlum heldur en konum. Rannsóknir á stöðu karlmanna á Norðurlöndum taka mið af velferðarþjóðfélaginu þar sem jafnrétti og félagsleg nýsköpun er mikilvæg hugmyndafræðileg gildi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum