Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. mars 2003 Innviðaráðuneytið

Ný reglugerð um meðferð krafna Íbúðalánasjóðs sem glatað hafa veðtryggingu

Félagsmálaráðherra hefur sett nýja reglugerð um meðferð krafna Íbúðalánasjóðs sem glatað hafa veðtryggingu, nr. 119/2003. Reglugerðin kemur í stað reglugerðar nr. 795/2001 og tekur til krafna sem misst hafa veðtryggingu eftir nauðungarsölu og söluandvirði eignarinnar hefur ekki nægt til að greiða upp kröfuna.

Þessi nýja reglugerð gerir ráð fyrir að Íbúðalánasjóður komi á móti hverri greiðslu skuldara með því að færa skuld niður um sömu fjárhæð og greidd er hverju sinni. Þannig að þegar skuldari hefur greitt eða greiðir helming þessarar almennrar kröfu telst hún að fullu greidd. Með þessu er verulegur hvati til skuldara að greiða upp kröfuna eftir aðstæðum sínum. Þessi framkvæmd er einföld og kostnaðarlítil fyrir Íbúðalánasjóð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira