Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. maí 2003 Innviðaráðuneytið

Ársfundur Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna

Ársfundur Ráðgjafarstofu

Ársfundur Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna var haldinn í dag á Grand Hótel í Reykjavík. Ný ársskýrsla Ráðgjafarstofu fyrir árið 2002 var kynnt en þar kemur m.a. fram að árið 2002 sé metár í sögu Ráðgjafarstofunnar. Heildarfjöldi afgreiddra umsókna var 835 eða 25% fleiri en árið á undan.


Á fundinum opnaði nýskipaður félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, nýja heimasíðu Ráðgjafarstofu en á vefnum er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar.

Skjal fyrir Acrobat ReaderÁrsskýrsla Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna 2002

Að Ráðgjafarstofunni standa félagsmálaráðuneytið, Íbúðalánasjóður, Reykjavíkurborg, Landsbanki Íslands h.f., Íslandsbanki h.f., Búnaðarbanki Íslands h.f., Samband íslenskra sveitarfélaga, Samband íslenskra sparisjóða, Neytendasamtökin, Þjóðkirkjan, Landsamtök lífeyrissjóða, ASÍ og BSRB.

Fleiri myndir:Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira