Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. júní 2003 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Nýtt Siglingaráð skipað

Samgönguráðherra hefur skipað nýtt Siglingaráð.


Siglingaráð er skipað skv. lögum um Siglingastofnun nr. 6/1996 og er ráðherra til ráðuneytis í málum um siglinga- og vitamál. Núverandi Siglingaráð er annars vegar skipað frá 20. apríl 2001 til 31. janúar 2005 og hins vegar frá 30. júní 2003 og þar til að loknum næstu alþingiskosningum í maí 2007.

Siglingaráð skipa: Daði Jóhannesson, formaður, Guðmundur Hallvarðsson, Ásbjörn Óttarsson, Guðjón Ármann Einarsson, Ingólfur Sverrisson, Friðrik J. Arngrímsson, Örn Pálsson, Ólafur J. Briem, Sævar Gunnarsson, Hilmar Snorrason og Helgi Laxdal Magnússon.

Varamenn í Siglingaráði eru: Unnur Sverrisdóttir, Þór Magnússon, Kristinn Ó. Jónsson, Benedikt Valsson, Vignir Demusson, Guðfinnur G. Johnsen, Arthur Bogason, Kristján Ólafsson, Birgir Björgvinsson, Gunnar Tómasson og Halldór Arnar Guðmundsson.

Jósef H. Þorgeirsson er ritari ráðsins.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira