Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. október 2003 Innviðaráðuneytið

Hlutfall framlags sveitarfélaga til tryggingar viðbótarlánum lækkað

Félagsmálaráðherra hefur gert breytingu á 17. gr. reglugerðar um varasjóð húsnæðismála nr. 656/2002. Með breytingunni er hlutfall framlags sveitarfélaga til tryggingar viðbótarlánum lækkað úr 5% af veittum viðbótarlánum í 4%. Reglugerðin hefur tekið gildi.

Breyting þessi var gerð að tillögu ráðgjafarnefndar varasjóðs húsnæðismála og að fenginni umsögn frá Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lækkunin tekur til allra viðbótarlána sem afgreidd eru af Íbúðalánasjóði eftir gildistöku reglugerðarinnar.

Skjal fyrir Acrobat ReaderReglugerð um breytingu á reglugerð um varasjóð húsnæðismála nr. 754/2003

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira