Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. ágúst 2004 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Ný reglugerð um hleðslumerki skipa

Tekið hefur gildi reglugerð um hleðslumerki skipa nr. 677/2004.

Með reglugerðinni er tekin upp, í íslenskar reglur, alþjóðasamþykkt um hleðslumerki skipa, sem samþykkt var á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar 5.apríl 1966 og öðlaðist gildi 21. júlí 1968. Alþjóðasamþykktin tók gildi gagnvart Íslandi 24. september 1970.

Reglugerðin gildir um ný skip, önnur en skemmtibáta og fiskiskip, sem eru 24 metrar að lengd eða lengri og stunda millilandasiglingar. Með nýjum skipum er átt við skip sem smíðuð eru eftir 1970.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Siglingastofnunar.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira