Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. ágúst 2004 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Ný reglugerð um vinnutíma á farþega- og flutningaskipum

Reglugerð um vinnutíma á farþega- og flutningaskipum nr. 680/2004, hefur tekið gildi.

Tilgangur reglugerðarinnar er að bæta öryggi til sjós, vinnuskilyrði og heilbrigði og öryggi skipverja á íslenskum farþegaskipum og flutningaskipum og erlendum farþegaskipum og flutningaskipum sem fara um íslenskar hafnir.

Með reglugerð þessari er innleidd tilskipun ráðsins 1999/63/EB frá 21.júní 1999 um samning um skipulag á vinnutíma sjómanna á kaupskipum milli Samtaka skipaeigenda í Evrópubandalaginu (ECSA) og Samtaka félaga flutningaverkamanna í Evrópusambandinu (FTS).

Jafnframt er með þessari reglugerð innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/95/EB frá 13.desember 1999 um framkvæmd ákvæða um vinnutíma sjómanna á skipum sem fara um hafnir í bandalaginu.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Siglingastofnunar.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira