Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. september 2004 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Samgönguráðherra hefur skipað þrjár rannsóknarnefndir í samgöngumálum

Frá 1. september að telja til fjögurra ára hafa eftirfarandi rannsóknarnefndir verið skipaðar:

Rannsóknarnefnd flugslysa

Rannsóknarnefnd flugslysa er skipuð samkvæmt nýjum lögum um rannsókn flugslysa, nr. 35/2004.

Formaður nefndarinnar er Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugstjóri og vélaverkfræðingur, en aðrir nefndarmenn eru Ragnar Guðmundsson, flugvélaverkfræðingur og Ólafur Haraldsson, hæstaréttarlögmaður. Skipaðir varamenn í rannsóknarnefndinni eru Bryndís Lára Torfadóttir, flugstjóri, Páll Valdimarsson prófessor í vélaverkfræði og Hörður Arilíusson, flugumferðarstjóri.

Rannsóknarnefnd sjóslysa

Rannsóknarnefnd sjóslysa er skipuð í samræmi við lög um rannsókn sjóslysa, nr. 68/2000.

Formaður nefndarinnar er Ingi Tryggvason, lögfræðingur, en aðrir nefndarmenn eru Hilmar Snorrason, skipstjóri, Agnar Erlingsson, verkfræðingur, Pétur Ágústsson, skipstjóri og Pálmi K. Jónsson, vélfræðingur. Skipaðir varamenn í rannsóknarnefndinni eru Lárentínus Kristjánsson, lögfræðingur, Karl Lúðvíksson, verkfræðingur, Rúnar Pétursson, vélstjóri, Júlíus Skúlason, skipstjóri og Símon Már Skúlason, skipstjóri.

Rannsóknarnefnd umferðarslysa

Samgönguráðherra hefur skipað Rannsóknarnefnd umferðarslysa í samræmi við umferðarlög nr. 50/1987, með síðari breytingum.

Formaður nefndarinnar er Símon Sigvaldason lögfræðingur, en aðrir nefndarmenn eru Jón Baldursson yfirlæknir og Inga Hersteinsdóttir verkfræðingur. Skipaðir varamenn í rannsóknarnefndinni eru Margrét Vala Kristjánsdóttir, lögfræðingur, Ásgeir Guðmundsson, tæknifræðingur og Brynjólfur Mogensen, læknir.

Þá er hafin vinna við frumvarp til laga um rannsókn umferðarslysa og er stefnt að því að leggja það fram á Alþingi í upphafi haustsþings. Fram til þessa hefur rannsóknarnefndin unnið eftir reglugerð sem byggir á heimild í umferðarlögum.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira