Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. mars 2005 Félagsmálaráðuneytið

Félagsmálaráðherra á fundi kvennanefndar SÞ

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, ávarpaði í gær, 1. mars, 49. fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem nú er haldinn í New York. Fundurinn er tileinkaður mati á framkvæmd Peking-áætlunarinnar, sem samþykkt var á kvennaráðstefnunni 1995, og niðurstöðu 23. aukaallsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem haldið var árið 2000.

Í ávarpi sínu fjallaði ráðherra m.a. um áhrif stríðsástands á stöðu kvenna og stúlkna. Hann ræddi einnig um mansal kvenna og ábyrgð allra ríkja í því sambandi. Þá lagði ráðherra áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn launamisrétti kynjanna og greindi frá sjálfstæðum rétti feðra á Íslandi til fæðingarorlofs. Loks undirstrikaði hann mikilvægi þess að karlar taki virkari þátt í jafnréttisbaráttunni.

Fundur kvennanefndarinnar stendur til 11. mars nk. og mun sendinefnd Íslands taka virkan þátt í honum, m.a. í samnorrænni dagskrá um ungt fólk og kynjahlutverk þar sem félagsmálaráðherra fjallar um rannsókn um viðhorf ungs fólks til atvinnutækifæra í landinu og feðraorlofið.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira