Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. mars 2005 Innviðaráðuneytið

Framtíð ferjusiglinga yfir Breiðafjörð

Í dag, 16. mars, verður haldið málþing á Patreksfirði um framtíð ferjusiglinga yfir Breiðafjörð.

Samgönguráðuneytið, Fjórðungssamband Vestfjarða, Ferðamálasamtök Íslands og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir málþinginu sem er öllum opið.

Velt verður upp spurningum á borð við:

Er þörf fyrir ferjusiglingar vegna ferðaþjónustu?
Er þörf fyrir ferjusiglingar vegna vetrarsamganga?
Hver er vilji hagsmunaaðila, sveitarstjórnarmanna, ferðaþjónustuaðila og íbúa svæðisins í þessum málum og á hvaða forsendum á að veita þjónustuna áfram?.

Dagskrá þingsins er eftirfarandi:

14:00 Ávarp Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra
14:15 Erindi.
- Elsa Reimarsdóttir, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða
- Sigríður Finsen Sveitarstjórnarmaður í Grundarfirði
- Rúnar Óli Karlsson, ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar
15:30 Pallborð og umræður
16:10 Samantekt og slit





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum