Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. maí 2005 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Kröfum vélstjóra hafnað

Ráðuneytinu hefur borist niðurstaða Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar Vélstjórafélags Íslands þess efnis að samgönguráðherra hafi skort heimild til að heimila niðurfærslu á skráðu afli aðalvéla í íslenskum skipum.

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að reglugerð ráðuneytisins nr. 610/2003, um eftirlit og skráningu skipa, hafi fullnægjandi lagastoð. Tekur umboðsmaður undir röksemdir ráðuneytisins þess efnis að reglugerðin eigi sér næga stoð í 13. gr. laga nr. 113/1984 og ákvæðum laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, sbr. eldri lög nr. 35/1993.

Telur umboðsmaður ekki ástæðu til frekari athugunar á málinu.

Bréf Umboðsmanns Alþingis má nálgast hér (PDF-232KB)Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira