Hoppa yfir valmynd

Frétt

19. maí 2005 Innviðaráðuneytið

VSFK og Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna undirrita þjónustusamning

VSFK og Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna undirrita þjónustusamning
Nýr þjónustusamningur

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis (VSFK) og Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna undirrituðu 17. maí sl. þjónustusamning.

Samkvæmt samningnum munu ráðgjafar frá Ráðgjafarstofunni fara árið 2005 á fyrirfram ákveðnum dögum til Keflavíkur og veita ráðgjöf. Þjónustan er ókeypis og mun VSFK sjá um að taka niður tímapantanir fyrir ráðgjafa sem mun verða til viðtals í Reykjanesbæ á fyrirfram ákveðnum dögum og veita ráðgjöf á skrifstofu VSFK í Keflavík.

Suðurnesjamenn geta nálgast umsóknir og upplýsingar um stofuna á skrifstofu félagsins að Hafnargötu 80 Keflavík. Bókanir eru hafnar í síma 421-5777 í fyrsta viðtalstíma hjá ráðgjafa sem verður miðvikudaginn 8. júní nk. Einnig munu starfsmenn Ráðgjafarstofu veita fræðslu til starfsmanna VSFK og annarra eftir nánara samkomulagi. Meginmarkmið samningsins er að veita Suðurnesjamönnum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum aukna endurgjaldslausa þjónustu.

Hlutverk Ráðgjafarstofu er eftirfarandi:

  • Að veita einstaklingum og fjölskyldum í verulegum greiðsluerfiðleikum og eru komin í þrot með fjármál sín aðstoð við að öðlast heildarsýn yfir fjármál sín og leita leiða til lausnar.
  • Að greina ástæður greiðsluvanda einstaklinga og gera tillögur til úrbóta.
  • Að stuðla að samstarfi þeirra sem vinna að málefnum þeirra sem eiga í greiðsluerfiðleikum.
  • Að veita umsækjendum hjálp til sjálfshjálpar.
  • Að vinna að fræðslustarfi fyrir almenning um fjármál heimilanna í því augnamiði að draga úr hættu á greiðsluerfiðleikum.

Er um að ræða upphaf samstarfs til að auka þjónustu við þá sem eiga lögheimili í Reykjanesbæ og eiga í greiðsluerfiðleikum. Er óskandi að þetta verði Suðurnesjamönnum til heilla.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira