Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. júní 2005 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Rannsókn sjóslysa

Tilgangur með rannsóknum Rannsóknarnefndar sjóslysa er að koma í veg fyrir slys um borð í skipum. Tilgangurinn er ekki að skipta sök eða ábyrgð.

RNS er skipuð af samgönguráðherra en nefndin starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum, öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Skýrslur nefndarinnar og önnur gögn sem nefndinni berast er óheimilt að nota sem sönnunargagn í opinberum málum.

Nefndin leggur áherslu á að þeir sem verða þess áskynja að slys hafi orðið tilkynni það til RNS. Á þetta við um öll slys, stór og smá sem verða til sjós, á vötnum og við köfun. Hægt er að hafa samband við nefndarmenn RNS allan sólarhringinn, jafnframt má tilkynna slys í gegnum heimasíðu nefndarinnar www.rns.is

RNS sendi frá sér upplýsingarit í gær þar sem þessar og upplýsingar koma meðal annars fram. Upplýsingarit nefndarinnar í heild má finna hér (PDF-747KB).Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira