Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. ágúst 2005 Innviðaráðuneytið

Þjónustusamningur

Nýr þjónustusamningur
Nýr þjónustusamningur

Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna og Svæðisvinnumiðlun Vesturlands, Akraneskaupstað og Verkalýðsfélag Akraness undirrituðu þjónustusamning 8. ágúst sl.

Samkvæmt samningnum munu ráðgjafar Ráðgjafarstofu veita endurgjaldslausa fjárhagsráðgjöf til atvinnuleitenda á starfssvæði Svæðisvinnumiðlunar Vesturlands, félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness og íbúa Akraneskaupstaðar. Ráðgjöfinni er ætlað að veita fólki sem á í greiðsluerfiðleikum yfirsýn yfir stöðu fjármála sinna og aðstoð við að gera greiðsluáætlanir, velja úrræði og eftir atvikum semja við lánardrottna. Einnig munu starfsmenn Ráðgjafarstofu veita fræðslu til starfsmanna samningsaðila og annarra eftir nánara samkomulagi.

Þeir sem telja sig hafa þörf fyrir ráðgjöf panta viðtalstíma í síma 433-1000, en ráðgjafi verður staddur á Akranesi einn dag í mánuði. Þeir sem ekki komast í viðtal er boðið upp á símaviðtal sama dag og ráðgjafinn verður á Akranesi.

Samningurinn er gerður til reynslu og gildir út árið 2005.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum