Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. september 2005 Innviðaráðuneytið

Forvarnir í fjármálum

Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna og Akureyrarkaupstaður vinna saman að forvörnum í fjármálum fyrir 10. bekkinga í grunnskólum Akureyrar.

Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna hefur allt frá árinu 2003 gengið til þjónustusamninga við Akureyrarkaupstað og hafa ráðgjafar frá stofunni farið að meðaltali tvisvar í mánuði á fyrirfram ákveðnum dögum og veitt viðtöl í fjölskyldudeild Akureyrarkaupstaðar. Hefur samstarf þetta verið mjög ánægjulegt og aukið þjónustu við íbúa sveitarfélagsins sem eiga í greiðsluerfiðleikum.

Ákveðið var á grundvelli samningsins að gera tilraun með forvarnir fyrir unga fólkið á Akureyri. Af því tilefni var ákveðið að skipuleggja kennslu um fjármál fjölskyldunnar í öllum 10. bekkjum á Akureyri. Fjármál fjölskyldunnar er eitt stærsta verkefni sem unga fólkið á eftir að takast á við í lífinu og er mikilvægt að hefja fræðsluna sem fyrst. Undirbúningurinn hefur verið í samráði við skóladeild Akureyrarkaupstaðar. Fyrsta kennslustundin verður á morgun miðvikudag 14. september kl. 10:00 í Oddeyrarskóla fyrir 10. bekk í skólanum ásamt nemendum frá Hrísey. Það er Björg Sigurðardóttir viðskiptafræðingur sem verður með fyrstu kennslustundirnar.

Kennslan í öðrum skólum í bænum verður á eftirtöldum dögum og hefst hún ávallt kl. 9:45:

28. september
Glerárskóli og nemendur frá Hlíðarskóla

12. október           
Lundarskóli

26. október         
Brekkuskóli

9.  nóvember
Giljaskóli

23. nóvember           
Síðuskóli

Það sem farið verður yfir með nemendum er m.a. fjárhagsáætlanir, sparnaður, hugtök varðandi fjármál, lán, ábyrgðarmennska, greiðsluerfiðleikar, vanskil og nemendum verða gefin ýmis góð ráð vegna fjármála.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira