Hoppa yfir valmynd

Frétt

15. september 2005 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Stafrænt sjónvarp gjörbreytir noktun sjónvarpsins

Póst- og fjarskiptastofnun birti í gær frétt á heimasíðu sinni um þær breytingar sem stafrænt sjónvarp um háhraðanet mun hafa í för með sér. Fram kom að umbylting verður á því hvernig fyrirtæki í sjónvarpsrekstri munu haga starfssemi sinni og hvernig almenningur mun nota sjónvarp.

Fréttin byggir á frétt BBC um nýlega skýrslu um þetta mál. Í skýrslunni kom einnig fram að nær ótakmarkað magn efnis mun standa hverjum áhorfanda til boða þegar honum hentar. Það mun færa dagskrárstjórn heim til hvers notanda en sú staðreynd ásamt hinu mikla magni efnis mun breyta og herða samkeppninni um takmarkaðan tíma notenda. Þá er ekki síður athygliverð sú spá að einstaklingar og hópar muni í auknum mæli standa fyrir útsendingum frá staðbundnum atburðum svo sem leikjum fótboltaliða til áhangenda þeirra og atburðum sem snerta litla hópa, t.d. íbúa einstakra fjölbýlishúsa til íbúa þeirra.

Í fjarskiptaáætlun 2005 til 2010 sem samþykkt var á Alþingi í upphafi þessa árs er meðal annars sett fram stefna stjórnvalda í breiðbands og háhraðamálum.

Fjarskiptaáætlun



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum