Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. febrúar 2006 Innviðaráðuneytið

Kópavogsbær gerist aðili að Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna

Kópavogsbær gerist aðili að Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
Kópavogsbær gerist aðili að Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
  1. KÓPAVOGSBÆR GERIST AÐILI AÐ RÁÐGJAFARSTOFU UM FJÁRMÁL HEIMILANNA.
  2. SAMVINNA RÁÐAGJAFARSTOFU OG KÓPAVOGSBÆJAR UM FORVARNIR Í FJÁRMÁLUM FYRIR 10. BEKKINGA Í GRUNNSKÓLUM KÓPAVOGS.

Á árinu 2003 hófst samstarf Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og Kópavogsbæjar. Var þá í fyrsta sinn gerður þjónustusamningur milli aðila sem hefur verið endurnýjaður árlega. Hefur samstarfið verið einkar ánægjulegt og gagnlegt á báða bóga.

Nú á tíu ára afmælisári Ráðgjafarstofu óskaði Kópavogsbær eftir að gerast aðili að samkomulagi um rekstur og hlutverk Ráðgjafarstofu sem undirritað var 17. febrúar 2005 og gildir til 31. desember 2007.

Samningur um aðild Kópavogsbæjar var undirritaður 16. febrúar 2006 af Sigurbjörgu Vilmundardóttur, formanni félagsmálaráðs Kópavogs, og Inga Val Jóhannssyni, formanni framkvæmdastjórnar Ráðgjafarstofu. Kópavogsbær er fimmtándi aðilinn sem stendur að rekstri Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna en hinir eru:

Félagsmálaráðuneytið, Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., Kaupþing banki hf., Landsbanki Íslands hf., Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Landssamtök lífeyrissjóða, Rauði kross Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sparisjóða, Samband íslenskra sveitarfélaga og Þjóðkirkjan.

Ákveðið var af þessu tilefni að gera tilraun í Kópavogsbæ með forvarnir í fjármálum fyrir alla 10. bekki í grunnskólum Kópavogs. Fjármál heimilanna er eitt stærsta verkefni sem unga fólkið á eftir að takast á við í lífinu og er mikilvægt að hefja fræðsluna sem fyrst. Mun fræðslan verða skipulögð í samráði við fræðslusvið Kópavogs. Það sem verður farið yfir með nemendum eru ýmis atriði vegna fjármála, m.a. hvað kostar að lifa, fjárhagsáætlanir, sparnaður, lántökur, hvað þýðir að gerast ábyrgðarmaður, vanskil og greiðsluerfiðleikar og þeim gefin góð ráð vegna fjármála.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira