Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. apríl 2006 Innviðaráðuneytið

Þróun framtíðarkerfis á íbúðalánamarkaði

Áfangaálit stýrihóps
Áfangaálit stýrihóps

Stýrihópi falið að vinna áfram að þróun framtíðarkerfis á íbúðalánamarkaði hér á landi. Áfangaálit stýrihópsins birt í heild sinni.

Félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun áfangaálit stýrihóps um framtíðarstefnumótun varðandi hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaði hér á landi. Í framhaldi af því hefur félagsmálaráðherra falið stýrihópnum að vinna áfram að þróun framtíðarkerfis á næstu vikum, með aðkomu sérfræðinga og í samráði við þá sem hagsmuna eiga að gæta af framtíðarfyrirkomulagi á íbúðalánamarkaði. Gert er ráð fyrir því að tillögur starfshópsins liggir fyrir eigi síðar en í lok maímánaðar nk.

Í tillögunum verður tekið á uppbyggingu nýs íbúðabanka, rekstrarformi hans, fjármögnun og tilhögun samskipta hans og samstarfsaðila á markaði. Þá verður kynnt úfærsla á því hvernig markmiðum stjórnvalda um framboð lána á sömu kjörum, óháð búsetu eða félagslegri stöðu, verði náð. Lögð er áhersla á að í nýjum tillögum um framtíðarfyrirkomulag verði slíkt jafnræði í aðgengi allra landsmanna að hagstæðum íbúðalánum að fullu tryggt.

Skjal fyrir Acrobat ReaderÁfangaálit stýrihópsinsEfnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira