Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. maí 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Starfsmenn frá Klúbbnum Geysi

Jón Kristjánsson, félagsmálaráðherra, undirritaði í dag samstarfssamning við Klúbbinn Geysi um að félagar í klúbbnum komi til starfa í félagsmálaráðuneyti eða undirstofnunum þess árin 2006 og 2007.
Frá undirritun samstarfssamning við Klúbbinn Geysi

Starfsmenn frá Klúbbnum Geysi vinna í félagsmálaráðuneytinu og undirstofnunum þess.

Jón Kristjánsson, félagsmálaráðherra, undirritaði í dag samstarfssamning við Klúbbinn Geysi um að félagar í klúbbnum komi til starfa í félagsmálaráðuneyti eða undirstofnunum þess árin 2006 og 2007. Um er að ræða að hámarki hálft stöðugildi sem ráðgert er að nýta þannig að tveir félagar í Geysi komi til starfa hvor í sex mánuði í senn. Geysir starfar eftir alþjóðlegri hugmyndafræði, Fountain House, sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í New York árið 1948 og er fyrir fólk sem á eða hefur átt við geðræn veikindi að stríða. Hugmyndafræði Fountain House og klúbba sem starfræktir eru um allan heim byggir á þeim skilningi að bati vegna geðrænna veikinda verði að fela í sér þátttöku í mikilvægu samfélagi. Í samræmi við það hefur Klúbburinn Geysir frá upphafi verið vettvangur starfsleitar fyrir félaga sína og er sá samningur sem undirritaður hefur verið við félagsmálaráðuneytið liður í því starfi.

Jón Kristjánsson, félagsmálaráðherra, undirritaði í dag samstarfssamning við Klúbbinn Geysi um að félagar í klúbbnum komi til starfa í félagsmálaráðuneyti eða undirstofnunum þess árin 2006 og 2007.Félagsmálaráðherra sagði við þetta tækifæri að það væri mikilvægt fyrir ráðuneyti og opinberar stofnanir að sýna gott fordæmi og tryggja verkefni fyrir þá sem af einhverjum ástæðum hefðu helst út af vinnumarkaði eða ekki fest þar rætur. Það væri mjög góð reynsla af samningum Klúbbsins Geysis við fyrirtæki og stofnanir og margir starfsmenn hefðu í kjölfar vinnu á grundvelli slíkra samninga ráðið sig í fasta vinnu til frambúðar. Það væri að sjálfsögðu markmiðið að sem flestir gætu tekið fullan þátt í samfélaginu og að starfsendurhæfing af margvíslegu tagi væri afar mikilvæg á þeirri leið.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum