Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. ágúst 2006 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Jafnrétti ? óskað eftir viðbrögðum

Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir tillögum samgönguráðuneytisins varðandi ný verkefni sem ætlað er að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna.

Nú stendur yfir vinna við endurskoðun á þingsályktun félagsmálaráðherra um áætlun í jafnréttismálum 2004-2008. Í þingsályktuninni eru meðal annars tíunduð sameiginleg verkefni allra ráðuneytanna og verkefni einstakra ráðuneyta.

Samgönguráðuneytið ber ábyrgð á einu verkefni og er þegar hafinn undirbúningur að því. Verkefnið ber heitið „Störf kvenna á skipum“, en meginhugmyndin er að gerð verði úttekt á störfum kvenna á skipum íslenskra útgerða. Meðal annars verður kannað hlutfall kvenna á skipum og lagt mat á vinnuaðstæður þeirra um borð. Í framhaldinu mun ráðuneytið leggja fram tillögur um úrbætur ef þurfa þykir.

Í tilefni af ofangreindri endurskoðun óskar samgönguráðuneytið eftir innleggi borgaranna, kvenna og karla sem starfa í samgöngugreinum, sem og stéttarfélaga. Óskað er eftir tillögum um það sem betur má fara til að jafna og auka hlut kvenna í samgöngugreinum. Þá er óskað eftir hugmyndum að rannsóknarverkefnum sem miða að því að jafna stöðu kvenna og karla. Til upplýsinga má geta þess að eftirfarandi málaflokkar heyra undir samgönguráðuneytið: Ferðamál, póst- og fjarskiptamál, flugmál, siglingamál, umferðarmál og vegamál.

Tillögurnar óskast sendar á tölvupóstfang ráðuneytisins [email protected] eða til samgönguráðuneytis, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík fyrir 21. ágúst 2006.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira