Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. mars 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Forgangsröðun í heilbrigðismálum

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur tekið saman skýrslu þar sem fjallað er um hvernig staðið er að forgangsröðun í heilbrigðismálum í átta löndum auk Íslands. Fyrir tæpum tíu árum skilaði nefnd sem skipuð var af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra tillögum um forgangsröðun á þessu sviði. Tillögurnar eru einn meginþátturinn í núgildandi heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Nýja skýrslan bregður ljósi á þær breytingar sem orðið hafa í mótun og umræðum um forgangsröðun í umræddum löndum á undanförnum tíu árum. Víðast er talið að forsenda árangursríkrar stefnumótunar og áætlanagerðar í heilbrigðismálum sé sú að samstaða ríki um helstu hugmyndir, verkefni og siðfræðileg viðmið. Áður en ráðist verður í gerð nýrrar heilbrigðisáætlunar er mikilvægt að hugað sé að öllum meginlínum varðandi forgangsröðun verkefna. Skýrslan var unnin af Guðrúnu Þóreyju Gunnarsdóttur, stjórnsýslufræðingi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum