Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. maí 2007 Félagsmálaráðuneytið

Alþjóðahús veitir innflytjendum almenna og lögfræðilega ráðgjöf

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, undirrituðu á fimmtudag samkomulag um að styrkja almenna og sérhæfða ráðgjöf Alþjóðahússins fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búsett hér á landi.

Framlag félagsmálaráðuneytisins til verkefnisins er 2,5 milljónir króna á árinu 2007. Samkomulagið verður endurskoðað í haust með það að markmiði að endurnýja það fyrir árin 2008 og 2009.

Í samræmi við yfirlýsingu félagsmálaráðherra á íbúaþingi á Ísafirði í mars síðastliðnum felst í samkomulaginu að Alþjóðhúsið veiti almenna ráðgjöf og sérhæfða lögfræðilega ráðgjöf og leiðbeiningar í málefnum fólks af erlendum uppruna og veiti því aðstoð við þátttöku í fjölmenningarlegu samfélagi. Þjónustan skal veitt á landsvísu eftir því sem við verður komið í Alþjóðahúsi og í tölvupósti og síma.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira