Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. maí 2007 Félagsmálaráðuneytið

Samningur við RKÍ vegna móttöku flóttafólks

Frá undirritun samnings við RKÍ vegna flóttamanna
Frá undirritun samnings við RKÍ vegna flóttamanna

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, undirrituðu á fimmtudag samning um móttöku flóttafólks 2007–2008. Samningurinn er gerður í samræmi við viljayfirlýsingu félagsmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins frá 15. febrúar síðastliðnum um reglulega móttöku flóttamanna.

Með samningnum, sem gildir til sumarloka 2008, skuldbindur Rauði kross Íslands sig til að veita félagsmálaráðuneytinu aðstoð og ráðgjöf vegna móttöku og aðlögunar flóttamanna sem koma til landsins í hópum í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fenginni tillögu flóttamannanefndar.

Meginhlutverk Rauða krossins samkvæmt samningnum er að gæta hagsmuna flóttafólksins og veita því almenna liðveislu. Rauði krossinn mun meðal annars aðstoða við val á flóttamönnum, annast heimferð þeirra hingað til lands, sjá um kaup á innbúi fyrir þá og hafa umsjón með stuðningsaðilum. Gert er ráð fyrir ríku samstarfi Rauða krossins og Reykjavíkurborgar sem hefur fallist á beiðni félagsmálaráðuneytisins um að taka á móti 25 til 30 manna hópi flóttafólks frá Kólumbíu í sumar. Skipaður verður samráðshópur með fulltrúum frá félagsmálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Rauða krossi Íslands.

Samkvæmt yfirlýsingu sem Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undirrituðu í febrúar síðastliðnum greiðir utanríkisráðuneytið kostnaðinn við móttöku flóttamanna en félagsmálaráðuneytið annast framkvæmdina í samvinnu við flóttamannanefnd, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), Rauða kross Íslands og hlutaðeigandi sveitarfélag.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira