Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. júlí 2007 Innviðaráðuneytið

Hámarkslánshlutfall Íbúðarlánasjóðs lækkað og félagslegi þáttur húsnæðiskerfisins efldur

Að undanförnu hefur fasteignaverð farið hækkandi á nýjan leik. Þetta hefur stuðlað að meiri verðbólgu og hærra vaxtastigi en ella sem mikilvægt er að bregðast við. Af þessu tilefni hefur verið ákveðið að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80% frá og með 4. júlí.

Jafnframt hefur verið ákveðið að vinna að því að efla hinn félagslega þátt húsnæðislánakerfisins, þar með talinn leigumarkaðinn og með lánveitingum til fólks undir skilgreindum eigna- og tekjumörkum, samhliða því að skýrar verði skilið á milli almennra og félagslegra lánveitinga. Félagsmálaráðherra mun skipa nefnd sem falið verður að vinna að þessu verkefni og verður frumvarp um það efni lagt fram á komandi þingi.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira