Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. júlí 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsmálaráðherra styrkir átaksverkefni fyrir fötluð ungmenni

Í gær og dag hafa fjölmiðlar vakið athygli á mismunandi launakjörum sem fatlaðir og ófatlaðir búa við í sameiginlegu átaksverkefni ÍTR og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík. Eftir að hafa kynnt sér málið hefur félagsmálaráðherra ákveðið að veita sérstakan styrk til verkefnisins svo mismunun þessi verði leiðrétt nú þegar.

Félagsmálaráðuneytið leggur ríka áherslu á mikilvægi virkrar þátttöku fatlaðra á vinnumarkaði og starfsendurhæfingu og félagsmálaráðherra fagnar þeim mikla áhuga og árangri sem átaksverkefnið hefur skilað og vonar að umræðan verði til þess að enn fleiri fyrirtæki og stofnanir bjóði fatlaða velkomna til starfa í kjölfarið.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum