Hoppa yfir valmynd

Frétt

6. september 2007 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Norrænir samgönguráðherrar ræddu loftslagsmál

Samgönguráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna hittust á árlegum sumarfundi í Finnlandi á miðvikudag. Er þetta fyrsti fundur þeirra eftir að Kristján L. Möller tók við embætti samgönguráðherra.

Samgönguráðherra með finnskum starfsbróður.
Gestgjafi fundarins var finnski samgönguráðherrann, Anu Vehviläinen sem er hér með Kristjáni L. Möller.

Fjölmörg mál voru til umræðu á fundinum og hófst hann á erindi um loftslagsbreytingar og stefnu í samgöngu- og flutningamálum. Þá var rætt um aðgengi fatlaðra að almenningssamgöngum og Kristján L. Möller gerði grein fyrir helstu atriðunum í samgönguáætlun Íslendinga.

Ráðherrarnir telja að meðal aðgerða til að draga úr loftslagsbreytingum sé að nýta betur hvers kyns umferðarstjórnunarkerfi og hvetja þeir einnig til vistaksturs. Einnig voru þeir sammála um að nýta mætti betur skattlagningu og gjaldtöku á þessum sviðum. Litið er á notkun annarra orkugjafa en jarðefnaeldsneytis sem langtímaverkefni til að draga úr koldíoxíðsmengun frá samgöngum.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira