Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. október 2007 Félagsmálaráðuneytið

Stefna ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda hefur verði þýdd á ensku

Stefna ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda hefur verði þýdd á ensku. Með þeim hætti gefst enskumælandi innflytjendum kostur á að kynna sér stefnuna. Einnig mun þýðingin nýtast þeim sem vilja kynna sjónarmið íslenskra stjórnvalda um aðlögun innflytjenda á erlendri grund. Markmið ríkisstjórnarinnar með stefnu í málefnum innflytjenda er að tryggja sem best að allir íbúar landsins njóti jafnra tækifæra og verði virkir þátttakendur í samfélaginu og á sem flestum sviðum mannlífs. Er þetta í fyrsta sinn sem slík stefna hefur verið samþykkt hér á landi. Samfélagið í heild þarf að vera í stakk búið til að bregðast við nýjum og breyttum aðstæðum, á vinnumarkaði, í skólakerfinu, heilbrigðisþjónustu og annarri velferðarþjónustu ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði. Stefnan er liður í því að ná þessu markmiði og er nú unnið á vegum innflytjendaráðs að framkvæmdaáætlun sem byggir á stefnunni.

The Government Policy on the Integration of Immigrants has been translated into English

The Government Policy on the Integration of Immigrants has been translated into English. The policy will now be accessible to english speaking immigrants in Iceland. The translation will as well be useful for those who are introducing the vision of Icelandic authorities towards this issue abroad. The goal of the Government of Iceland for a policy on immigrant issues is to ensure that all residents of Iceland enjoy equal opportunities and are active participants in society in as many fields as possible. This is the first time that such a policy has been approved in Iceland. Society as a whole needs to be able to react to new and altered circumstances on the labour market and in the school system, the health care services and other welfare services provided by the state and municipalities. The new policy serves is a tool to reach this goal and the Immigration Council in Iceland is now prepairing a plan of implementaion based on the policy.

Skjal fyrir Acrobat Reader The Government Policy on the Integration of Immigrants (PDF, 200 KB)

 

 

 Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira