Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. nóvember 2007 Innviðaráðuneytið

Flugsafnið á Akureyri opnað

Flugsafn Íslands á Akureyrarflugvelli var formlega opnað í gær. Þar er að finna allnokkrar flugvélar af ýmsum stærðum og gerðum og fjölda ljósmynda og gagna sem áhugamenn um flugminjar hafa haldið til haga.

Flugsafnið á Akureyri opnað.
Flugsafnið á Akureyri var opnað í gær að viðstöddum fjölda gesta.

Akureyringarnir Arngrímur Jóhannssom og Svanbjörn Sigurðsson hafa haft veg og vanda að því að koma safninu upp og sagði Arngrímur í ávarpi sínu í opnunarathöfn að Svanbjörn hefði verið óþreytandi við að tala fyrir því að slíku safni yrði komið upp. Þá þakkaði hann þeim fjölmörgu opinberu aðilum sem einkaaðilum hafa stutt safnið fjárhagslega og á annan hátt. Flutt voru nokkur ávörp og kveðjur við opnun safnsins og lýsti Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri safnið formlega opnað.

Stærsta samgöngusafnið

Arngrímur Jóhannsson segir að flugsafnið sé stærsta samgöngusafn landsins en það sérhæfir sig í flugminjum og er gólfflötur safnsins 2.200 fermetrar. Unnt er að reisa annað eins hús við suðurenda safnsins þegar stækkunar verður þörf. Arngrímur segir kostnað við bygginguna kringum 150 milljónir og sé fjármögnun að miklu leyti lokið.

Stefna Flugsafnsins á Akureyri er sú að taka við flugvélum til varðveislu svo og gögnum og ljósmyndum og verður unnið að því að setja þau fram aðgengilegan hátt. Segir Arngrímur að við það verk muni menn sækja ráðgjöf og aðstoð til sérfræðinga hjá Þjóðminjasafni Íslands.

Flugsafn Íslands á Akureyri opnað.
Meðal véla í Flugsafninu er Þristurinn, Páll Sveinsson, sem geymd verður þar í vetur.


Flugsafn Íslands á Akureyri opnað.
Frumkvöðlarnir Svanbjörn Sigurðsson (t.v.) og Arngrímur Jóhannsson hafa farið fyrir þeim sem unnið hafa að því undanfarin ár að láta draum um Flugsafn Íslands á Akureyri rætast.
Flugsafn Íslands á Akureyri opnað. Fjölmenni við viðstatt opnunarathöfn Flugsafnsins og margir fluttu safninu árnaðaróskir og kveðjur.
Flugsafn Íslands á Akureyri opnað.
Fulltrúar Flugstoða komu færandi hendi með þennan mælingarbíl frá Reykjavíkurflugvelli.
Flugsafn Íslands á Akureyri opnað.
Akureyringarnir Sigurður Hermannsson, umdæmisstjóri Flugstoða á Norðurlandi (t.v.), og Hallgrímur Jónsson, fyrrverandi yfirflugstjóri Icelandair, voru meðal viðstaddra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum