Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. nóvember 2007 Félagsmálaráðuneytið

Uppeldisráðgjöf og þjálfun í foreldrafærni í undirbúningi

Félag um foreldrajafnrétti hélt á feðradaginn ráðstefnuna „Réttindi barns við skilnað“. Á ráðstefnunni fjallaði félagsmálaráðherra um „Barnið í nútímafjölskyldunni“, tilkynnti um skipan nefndar sem ætlað er að fjalla um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og réttarstöðu barna þeirra og sagði meðal annars:

„Ég vil leggja sérstaka áherslu á að við skoðun líðan barna eftir skilnað foreldra og með hvaða hætti er hægt að styðja við samveru fjölskyldumeðlima í þessum aðstæðum á þann hátt sem kemur börnunum best. Þá stendur einnig til að bjóða foreldrum uppeldisráðgjöf og þjálfun í foreldrafærni sem hæfi mismunandi þörfum barns. Þarna er mikilvægt að taka tilliti til þeirra foreldra sem annast umönnun barna sinna án þess að búa saman og með hvaða hætti er hægt að þjálfa foreldra til að höndla þann veruleika án þess að missa sjónar á hagsmunum barnsins."

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra á ráðstefnu Félags um foreldrajafnréttiEfnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira