Hoppa yfir valmynd

Frétt

31. mars 2008 Innviðaráðuneytið

Úthlutun Varasjóðs húsnæðismála á rekstrarframlögum fyrir árið 2007

Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, staðfesti föstudaginn 28. mars síðastliðinn tillögu ráðgjafarnefndar Varasjóðs húsnæðismála um rekstrarframlög vegna leiguíbúða sveitarfélaga fyrir árið 2007. Framlögin eru veitt á grundvelli laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, og reglugerðar um varasjóð húsnæðismála, nr. 656/2002, með síðari breytingum.

Framlögin eru veitt til að koma til móts við hallarekstur á leiguíbúðum sveitarfélaga og vegna íbúða í þeirra eigu sem staðið hafa auðar í meira en þrjá mánuði á viðkomandi ári.

Framlög þessi voru nú veitt í sjötta sinn og að þessu sinni var 71.233.312 krónum úthlutað til 25 sveitarfélaga af þeim 28 sem sóttu um framlag. Af heildarframlagi eru nú veittar 13.412.362 krónur vegna auðra íbúða og 57.820.950 krónur vegna rekstrarhalla.

Nánari upplýsingar um úthlutunina og skiptingu framlaga er að finna á heimasíðu Varasjóðsins.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira