Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. apríl 2008 Félagsmálaráðuneytið

Innflytjandi stýrir innflytjendaráði

Amal Tamimi
Amal Tamimi

Það voru tímamót hjá innflytjendaráði 26. mars síðastliðinn þegar Amal Tamimi, félagsfræðingur og varaformaður innflytjendaráðs, bar upp og fékk samþykkta tillögu að fyrstu framkvæmdaáætlun stjórnvalda í málefnum innflytjenda. Innflytjendaráð hefur unnið að framkvæmdaáætluninni í vetur en Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, fól ráðinu verkefnið í ágúst síðastliðnum. Ráðið hefur fengið fjölmarga fulltrúa stjórnvalda og hagsmunasamtaka að gerð áætlunarinnar. Amal Tamimi hefur tekið virkan þátt í vinnu við gerð áætlunarinnar og tók sæti Hrannars Björns Arnarssonar, formanns ráðsins, þegar hann var í fæðingarorlofi fyrr á þessu ári.

Amal Tamimi er fyrsti innflytjandinn sem hefur stýrt fundum innflytjendaráðs, en í ráðinu sitja fulltrúar félags- og tryggingarmálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, menntamálaráðuneytis, dóms- og kirkjumálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga auk fulltrúa innflytjenda.

Amal Tamimi er sex barna móðir ættuð frá Palestínu. Hún flutti til Íslands árið 1995, útskrifaðist sem félagsfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2004 og stundar nú meistaranám. Amal hefur meðal annars starfað sem fræðslufulltrúi og túlkur í Alþjóðahúsi og verið formaður lýðræðis- og jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar og varaformaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira