Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. apríl 2008 Innviðaráðuneytið

Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um aðgerðir í húsnæðismálum

Frá undirskrift vegna samkomulags í húsnæðismálum
Frá undirskrift vegna samkomulags í húsnæðismálum

Íslenska ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa í framhaldi af tillögum nefndar um úrræði í húsnæðismálum frá 11. janúar sl. gert með sér samkomulag um ýmiss konar aðgerðir í húsnæðismálum. Á grundvelli þess munu húsaleigubætur hækka um næstu mánaðamót í fyrsta skipti frá árinu 2000. Eftirfarandi tafla sýnir hækkun bótanna.

Hækkun húsaleigubóta frá 1. apríl 2008

Bætur fyrir hækkun Bætur eftir hækkun Breyting Breyting í %
Grunnfjárhæð 8.000 13.500 5.500 69%
Barn 1 7.000 14.000 7.000 100%
Barn 2 6.000 8.500 2.500 42%
Barn 3 5.500 5.500 0 0%
Hámarksfjárhæð vegna leigufjárhæðar 4.500 4.500 0 0%
Hámarksbætur 31.000 46.000 15.000 48%


Samkomulagið gerir einnig ráð fyrir að ríkið komi nú í fyrsta skipti að greiðslu sérstakra húsaleigubóta og eru sveitarfélögin hvött til að taka upp slíkar bætur. Sérstöku húsaleigubæturnar hækka frá 1. apríl og geta að húsaleigubótum meðtöldum orðið að hámarki 70.000 krónur í stað 50.000 króna áður. Þá er gert ráð fyrir því að skilyrði vegna sérstakra húsaleigubóta verði rýmkuð þannig að þær nái til fleiri heimila.

Ríkissjóður greiðir 60% af heildarkostnaði vegna hækkunar húsaleigubóta og sérstakra húsaleigubóta og sveitarfélögin 40%. Áætlaður árlegur viðbótarkostnaður er nú um 620 milljónir króna vegna húsaleigubóta og um 100 milljónir króna vegna sérstakra húsaleigubóta.

Einnig var samið um að sveitarfélög greiði fyrir byggingu leiguhúsnæðis með lóðum á hagstæðum kjörum eða annars konar fyrirgreiðslu og að félags- og tryggingamálaráðherra skipi starfshóp sem muni vinna að frekari stefnumótun í húsnæðismálum. Starfshópurinn skilgreini skyldur hins opinbera í húsnæðismálum og endurskoði verka- og kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga með jafnræði milli búsetuforma og einstaklingsbundinn stuðning að leiðarljósi. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili félags- og tryggingamálaráðherra tillögum eigi síðar en 1. desember 2008.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira