Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. maí 2008 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Nýjungar hjá Vaktstöð siglinga

Siglingastofnun og Vaktstöð siglinga hafa undanfarin tvö ár unnið að gerð nýs tilkynningakerfis um komur og brottfarir skipa og flutninga með hættuleg efni í farmi. Er þetta verkefni í samræmi við tilskipun Evrópuráðsins og lög og reglugerð um Vaktstöð siglinga.

Nýjung hjá Vaktstöð siglinga
Nýjung hjá Vaktstöð siglinga

Öll ríki Evrópusambandsins sem liggja að sjó og eiga eða reka kaupskip undir eigin fána, auk Íslands og Noregs, eru eða hafa lokið við að koma upp slíku kerfi sem kallað er á ensku Safe Sea Net. Kerfi allra landanna eru tengd miðlægum tilvísanagrunni þannig að hægt er að sækja upplýsingar milli landa um ferðir og farm skipa. Þá stendur yfir endurnýjun alls fjarskiptakerfis Vaktstöðvar siglinga sem ljúka á í ágúst og með þessum nýju kerfum er Vaktstöðin vel í stakk búin til að sinna eftirlitshlutverki sínu með siglingum í lögsögunni auk þess sem búnaðurinn nýtist Landhelgisgæslunni við björgunarstörf á sjó.

Vaktstöð siglinga er á forræði samgönguráðuneytisins en Siglingastofnun fer með stjórnsýsluelga og fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum. Kristján L. Möller samgönguráðherra tók nýja eftirlitskefið formlega í notkun í dag með því að senda út upplýsingar og við það tækifæri sagði hann meðal annars:

,,Ég vil aðeins segja það við þetta tækifæri að það er jákvæður áfangi sem hér næst í dag. Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að gerð þessa kerfis á vegum siglingastofnunnar og vaktstöðvar siglinga. Þetta er mikilvægt öryggistæki þegar kemur að því að fylgjast með fluntingi hættulegra efna um hafsvæði okkar.

Ég ætla ekki að freista þess að útskýra tæknina við þetta; eftirlæt það öðrum, en ég veit að með þessu kerfi sem hér er hafist handa við að innleiða er Vaktstöð siglinga orðin mjög vel vandanum vaxin að sinna eftirlitshlutverki sínu með siglingum í lögsögunni auk þess sem búnaðurinn gagnast við björgunarstörf á sjó. Þetta er góður áfangi og ég óska ykkur til hamingju með það.“

Nýjung hjá Vaktstöð siglinga
Kristján L. Möller samgönguráherra tók formlega í notkun nýtt rafrænt tilkynningarkerfi hjá Vaktstöð siglinga.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira