Hoppa yfir valmynd

Frétt

17. september 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Jafnrétti í skólum

Það er sannfæring mín að beina þurfi sjónum í auknum mæli að börnum og ungmennum þegar unnið er að jafnréttismálum, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra þegar hún opnaði formlega nýja heimasíðu þróunarverkefnisins Jafnrétti í skólum. Heimasíðan er aðgengilegur gagnabanki fyrir kennara, nemendur, námsráðgjafa, foreldra og alla þá sem vilja fræðast og fræða um jafnrétti í námi og starfi. Ráðherra sagði að til að ná raunverulegu jafnrétti kynja þyrfti hugarfarsbreytingu og til að stuðla að henni þyrfti að byrja á grunninum og fræða börn um jafnrétti. Í nýjum lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er kveðið á um að á öllum skólastigum skuli nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem meðal annars skal lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi. Nýja heimasíðan styður þetta ákvæði laganna. Á heimasíðunni er m.a. hægt að fræðast um þróunarverkefnið og helstu markmiðin að baki því.

Slóð heimasíðunnar er: http://www.jafnrettiiskolum.is



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum