Hoppa yfir valmynd

Frétt

25. september 2008 Innviðaráðuneytið

Brýnt að styrkja stöðu hafna

Framtíðarhorfur í starfsemi hafna er yfirskrift þings Hafnasambands Íslands sem nú stendur á Akureyri. Kristján L. Möller samgönguráðherra flutti ávarp í upphafi fundarins og sagði að brýnt væri að styrkja starfsemi hafna landsins og boðaði að unnið yrði að því í samráði við Hafnasambandið.
Samgönguráðherra ávarpar þingið
Samgönguráðherra ávarpar þingið

Samgönguráðherra sagði margar breytingar í atvinnulífinu hafa haft neikvæð áhrif á rekstur hafna, svo sem niðurskurður á aflaheimildum, samdráttur í almennum vöruflutningum og íbúa- og byggðaþróun. Vitnaði hann til skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu hafna þar sem bent væri á þrjár mögulegar leiðir til að styrkja fjárhagsstöðu hafna, svo sem að auka ríkisstyrki eða hækka gjöld. Sagði hann brýnt að fundin yrði besta leiðin í þessum vanda og að unnið yrði að því í samráði við Hafnasambandið.

Þá kom fram í máli samgönguráðherra að hann muni skipa stýrihóp til að fjalla um loftslagsmál út frá sjónarhóli siglinga á svipaðan hátt og gert var varðandi útblástur í flugi.

Fjölmörg erindi voru flutt á þinginu í dag meðal anars um framtíðarhorfur og rekstrarumhverfi hana, fjármál hafna og afkomu hafnasjóða á síðasta ári, um framtíðarsýn lítilla hafna, um skemmtiferðaskip og skipulagsmál hafna. Á síðari degi hafnasambandsþings verða flutt erindi um norðurhafnssiglingar og neyðarhafnir og stórflutninga.

Hafnarþing á Aukureyri í september 2008



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum