Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. maí 2009 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Hafnarríkiseftirlit hefur sannað gildi sitt

Kristján L. Möller samgönguráðherra ávarpaði í morgun fund aðildarríkja um hafnarríkiseftirlit sem haldinn er á Íslandi og standa mun út vikuna. Um 60 manns sitja fundinn en þar er fjallað um tilhögun eftirlits með flutninga- og farþegaskipum.
Hafnarríkiseftirlit - samgönguráðherra setur ráðstefnu.
Hafnarríkiseftirlit - Kristján L. Möller samgönguráðherra setti í morgun ráðstefnuna.

Ísland er aðili að svonefndu Parísarsamkomulagi þar sem 27 ríki í Evrópu og Ameríku hafa sameinast um skipulegt eftirlit með skipum sem sækja löndin heim. Nær eftirlitið til aðbúnaðar áhafna og hvers kyns búnaðar skipanna, svo sem björgunar- og neyðarbúnaðar.

Hátt í 400 erlend skip koma til hafnar á Íslandi á ári hverju, sum oftar en einu sinni, og eiga flest þeirra erindi til hafna á suðvesturhorni landsins en vaxandi flutningar eru á Austfjarðahafnir. Til þessa hefur hafnarríkiseftirlitið náð til um 25% skipa en á fundinum nú verður meðal annars rætt um að útvíkka eftirlitið eftir ákveðnum reglum. Uppfylli skip ekki tilskildar reglur er hægt að banna þeim komu til aðildarlanda samningsins þar til bætt hefur verið úr.

Samgönguráðherra sagði eftirlitið löngu hafa sannað gildi sitt og útgerðir gerðu sér æ betur far um að uppfylla reglur og sýndu með því ábyrgð.

Hafnarríkiseftirlit - spjall í upphafi fundar.
Spjallað í upphafi fundar. Frá vinstri: Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri, Kristján L. Möller samgönguráðherra og Þór Kristjánsson, deildarstjóri hjá Siglingastofnun.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira