Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. maí 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Þing Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar stendur yfir í Genf

Árlegt þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hið sextugasta og annað í röðinni, er haldið þessa dagana í Genf. Viðbúnaður og viðbragðsáætlanir vegna heimsinflúensu eru efstar á dagskrá þingsins og þar með talið alþjóðasamvinna og sáttmálar til að verjast flensu sem herjar á heim allan. Þess utan ræða fulltrúar á þinginu grunnþjónustu heilbrigðismálanna, þá félagslegu þætti sem valda heilsutjóni og þá verður á þinginu rætt sérstaklega hvernig aðildarþjóðunum miðar við að hrinda í framkvæmd þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á sviði heilbrigðismála. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, situr fundinn ásamt embættismönnum heilbrigðisráðuneytisins.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira