Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. júní 2009 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra fundar með norrænum ráðherrum útlendingamála í Noregi

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra sat í dag fund með norrænum ráðherrum útlendingamála í Lardal í Noregi.

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra sat í dag fund með norrænum ráðherrum útlendingamála. Fundurinn hófst í gær, 25. júní, í Lardal í Noregi á heimaslóðum norska ráðherrans Dag Terje Andersen. Ráðherrarnir funda ásamt embættismönnum einu sinni á ári til að skiptast á upplýsingum og bera saman bækur sínar á sviði útlendingamála, auk þess sem leitast er við að finna sameiginlegar leiðir til að leysa vandamál sem ríkin kunna að glíma við hverju sinni.

Til viðbótar við hefðbundin upplýsingaskipti var á fundinum m.a. rætt um ólögráða börn sem sækja um hæli á Norðurlöndunum og álitaefni sem tengjast endursendingum hælisleitenda til Grikklands á grundvelli hinnar svokölluðu Dublin-reglugerðar. Rósa Dögg Flosadóttir, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sótti fundinn með ráðherra.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum