Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. júlí 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Björn Zoëga settur forstjóri frá 1. október

Björn Zoëga, framkvæmdastjóri lækninga, verður forstjóri Landspítala frá 1. október 2009 eða á meðan forstjóri verður í leyfi. Að ósk forstjóra Landspítalans Huldu Gunnlaugsdóttur, hefur Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, veitt henni leyfi frá störfum til eins árs, frá 1. október 2009. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að setja Björn Zoëga sem forstjóra Landspítalans, frá 1. október og þar til leyfi skipaðs forstjóra rennur út.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira