Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. ágúst 2009 Dómsmálaráðuneytið

Ellefu umsækjendur um embætti þriggja sjálfstæðra saksóknara við embætti sérstaks saksóknara

Tólf umsóknir bárust um embætti þriggja sjálfstæðra saksóknara við embætti sérstaks saksóknara, en einn umsækjandi hefur dregið umsókn sína til baka. Umsækjendur um stöðurnar eru því ellefu talsins.

Tólf umsóknir bárust um embætti þriggja sjálfstæðra saksóknara við embætti sérstaks saksóknara, en einn umsækjandi hefur dregið umsókn sína til baka. Umsækjendur um stöðurnar eru því ellefu talsins. Umsóknarfrestur rann út hinn 26. ágúst síðastliðinn en dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í stöðurnar eigi síðar en 1. október nk. Ráðuneytið mun nú leita umsagna um umsóknirnar frá embætti sérstaks saksóknara og settum ríkissaksóknara í málum sem til rannsóknar eru hjá embætti sérstaks saksóknara.

Umsækjendur eru:

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur og staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Arnþrúður Þórarinsdóttir, aðstoðarsaksóknari/sviðsstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara.

Eyjólfur Ármannsson, saksóknarfulltrúi hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, héraðsdómslögmaður.

Guðmundur Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður.

Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, lögfræðingur yfirstjórnar LRH/aðstoðarsaksóknari embættis sérstaks saksóknara.

Hulda María Stefánsdóttir, fulltrúi ríkissaksóknara.

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður.

Kristín Björg Pétursdóttir, héraðsdómslögmaður.

Ragnheiður Jónsdóttir, lögfræðingur.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
28. ágúst 2009



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum