Hoppa yfir valmynd

Frétt

8. október 2009 Innviðaráðuneytið

Spurt og svarað um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna

Á upplýsingavefnum Island.is er nú hægt að lesa spurningar og svör þar sem er útskýrt hvað felst í boðuðum aðgerðum stjórnvalda gegn skuldavanda heimilanna sem áætlað er að taki gildi 1. nóvember næstkomandi.

Aðgerðir stjórnvalda felast í almennum aðgerðum sem hafa að markmiði að lækka greiðslubyrði einstaklinga vegna verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána og gengistryggðra bílalána. Þetta verður gert með greiðslujöfnun lána þar sem sett verður þriggja ára hámark (þak) á mögulega lengingu lánanna vegna greiðslujöfnunar. Reynt er að útskýra á aðgengilegan hátt hvað felst í greiðslujöfnun þessara lána, hvaða áhrif þakið hefur, hve mikið megi reikna með að greiðslubyrðin lækki og margt fleira.

Stjórnvöld boða einnig sértækar aðgerðir til að mæta vanda einstaklinga sem eiga í það miklum greiðsluvanda að almennar aðgerðir nægja ekki. Þessi úrræði eru útskýrð í stuttu máli en á næstunni verða einnig settar fram spurningar með svörum til að gera ítarlega grein fyrir hvað í þeim felst.

Samantekt spurninga og svara á Island.is er unninn í samvinnu félags- og tryggingamálaráðuneytisins og fjölmargra fjármálafyrirtækja og lánastofnana sem koma að þessum úrræðum og framkvæmd þeirra.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira