Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. október 2009 Innviðaráðuneytið

Málþing um rekstur og öryggi farþegaskipa

Siglingastofnun Íslands stendur í dag fyrir málþingi um rekstur og öryggi farþegaskipa. Fjallað er meðal annars um menntun og þjálfun áhafna, neytendavernd og öryggisstjórnunarkerfi um borð.

Málþingið er fyrst og fremst ætlað rekstraraðilum farþegaskipa sem eru nokkrir hérlendis sem sinna áætlunarferðum og/eða skemmtisiglingum. Flutt eru erindi um menntun og þjálfun áhafna, neytendavernd og öryggisstjórnunarkerfi um borð og er erindum skipt í flokka um áhöfn, farþega og farþegaskipið. Í lok dags verður efnt til umræðna um drög að reglum um smíði og búnað farþegaskipa í innanlandssiglingum.

Fyrirlesarar eru Helgi Jóhannesson, Ólafur J. Briem, Stefán Pálsson og Heiðar Kristinsson.

Ráðstefna um rekstur og öryggi farþegaskipa

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum