Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. nóvember 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Fjármálakreppan, húsnæðismarkaðurinn og heimilin

Hvaða áhrif hefur alþjóðlega fjármálakreppan á húsnæðismarkaði norrænu ríkjanna og velferðarkerfi þeirra? Hvernig hefur þróunin verið frá upphafi kreppunnar og hvaða afleiðingar hefur hún haft fyrir búsetuskilyrði heimilanna á Norðurlöndunum? Hvaða ályktun er hægt að draga af nýfenginni reynslu, og hvernig er hægt að nýta hana?

Leitað verður svara við þessum spurningum á norrænni ráðstefnu um fjármálakreppuna, húsnæðismarkaðinn og heimilin sem haldin verður á Hilton Hótel Nordica fimmtudaginn 26. nóvember nk. kl. 9–16. Ráðstefnan er skipulögð af félags- og tryggingamálaráðuneytinu með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem Ísland fer nú með formennsku.

Aðalfyrirlesari er Gwilym Pryce sem er víðkunnur fræðimaður á hinu alþjóðlega fræðasviði húsnæðisrannsókna og mun sérfræðingur frá hverju norrænu ríki fyrir sig flytja erindi.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira