Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. desember 2009 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Samgönguáætlun lögð fram fljótlega eftir áramót

Fyrirhugað er að leggja fram á Alþingi fljótlega eftir áramót tillögu til þingsályktunar um næstu fjögurra ára samgönguáætlun. Lokið verður við áætlunina þegar fjárlög næsta árs hafa verið samþykkt.

 

Á vegum samgönguráðs er nú unnið að gerð fjögurra ára samgönguáætlunar fyrir árin 2009 til 2012 en aðaláhersla hennar verður á næsta ár en vegna efnahagsástandsins og óvissu um framvindu í ríkisfjármálum hefur gerð áætlunarinnar tafist nokkuð.

Þá verður síðari hluta vetrar unnið að tillögu vegna tólf ára samgönguáætlunar áranna 2011 til 2022. Gert er ráð fyrir að drög hennar verði tilbúin í kjölfar samgönguþings sem ráðgert er að halda á vormánuðum. Í framhaldi af því verða áætlunardrögin lögð fyrir samgönguráðherra sem leggur þau síðan fyrir Alþingi haustið 2010. Einnig verður lokið við gerð áætlunar fyrir árin 2011 til 2014 sem einnig er ráðgert að leggja fyrir Alþingi næsta haust.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira