Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. janúar 2010 Félagsmálaráðuneytið

Nýr formaður flóttamannanefndar

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað Mörð Árnason formann flóttamannanefndar. Hann tekur við af Guðrúnu Ögmundsdóttur sem sagði af sér formennsku í október síðastliðnum, en varamaður hefur gegnt formennsku frá þeim tíma.

Samhliða skipun Marðar kemur til framkvæmda lækkun þóknunar vegna formennskunnar, í samræmi við þær lækkanir sem þegar hafa tekið gildi í öðrum nefndum og ráðum á vegum ráðuneytisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira