Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. maí 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Tímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa

Elva Björk Sverrisdóttir
Elva Björk Sverrisdóttir

Elva Björk Sverrisdóttir hefur tekið tímabundið við stöðu upplýsingafulltrúa í heilbrigðisráðuneytinu. Hún leysir Helga Má Arthursson af, en hann er í leyfi.

Elva Björk starfaði um árabil sem blaðamaður og kvöldfréttastjóri á Morgunblaðinu. Hún átti um fimm ára skeið sæti í stjórn Blaðamannafélags Íslands og gegndi síðasta árið stöðu varaformanns í félaginu.

Elva Björk hefur meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics. Þá er hún stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira