Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. júní 2010 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um frístundafiskiskip og öryggi þeirra

Drög að reglugerð um frístundafiskiskip og öryggi þeirra er nú til umsagnar. Þeir sem þess óska geta sent umsagnir sínar á netfangið [email protected] til 30. júní.

Markmið reglugerðarinnar er að setja skilyrði fyrir skráningu skips sem frístundafiskiskips á skipaskrá og kveða á um þær reglur sem gilda skulu um öryggi þeirra. Í henni er að finna skilgreininingar um hvað sé frístundaskip, um stærð og farsvið slíkra skipa og ákvæði um björgunar- og öryggisbúnað þeirra. Einnig er að finna þar ákvæði um leigu þeirra og um kennslu starfsmanna bátaleigu á skipstjórn við leigu á slíkum farkosti.

Setning reglugerðarinnar byggist á 3. mgr. 7. gr. laga nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa og fleira eins og þeim var breytt með lögum nr. 155/2009.

Eins og fyrr segir er unnt að senda ráðuneytinu athugasemdir um reglugerðardrögin til og með 30. júní næstkomandi.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum