Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. júlí 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nefnd um aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd um gerð nýrrar aðgerðaáætlunar stjórnvalda gegn kynbundnu ofbeldi fyrir árin 2011-2015. Gildandi aðgerðaáætlun var samþykkt árið 2006 og hefur meginþungi hennar falist í viðamiklum rannsóknum á eðli og umfangi ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Í nýrri aðgerðaáætlun verður sérstök áhersla lögð á að skoða samhengi kynbundinna ofbeldisbrota, saksóknar vegna þeirra og meðferðar í dómskerfinu, en sem kunnugt er fara afar fá mál af þessum toga alla leið í gegnum dómskerfið. Auk þessa þarf að móta afstöðu til meðferðar nýs sáttmála Evrópuráðsins í málaflokknum og endurskilgreina verkefni með hliðsjón af honum og verður það hluti af verkefnum nefndar um gerð nýrrar aðgerðaáætlunar.

Nefndina skipa:

  • Höskuldur Sæmundsson, skipaður af félags- og tryggingamálaráðherra, formaður
  • Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann, skipuð af félags- og tryggingamálaráðherra
  • Thelma Þórðardóttir, tilnefnd af dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu
  • Gunnar Alexander Ólafsson, tilnefndur af heilbrigðisráðuneytinu
  • Kristín Ástgeirsdóttir, tilnefnd af Jafnréttisstofu
  • Jón H.B. Snorrason, tilnefndur af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu
  • Hulda Elsa Björgvinsdóttir, tilnefnd af ríkissaksóknara
  • Tryggvi Þórhallsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Sigþrúður Guðmundsdóttir, tilnefnd af Samtökum um kvennaathvarf
  • Guðrún Jónsdóttir, tilnefnd af Stígamótum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum